Elsta evrópska álftin fannst dauð við Hriflu

Álftin BXN A1495 náði fertugsaldri.
Álftin BXN A1495 náði fertugsaldri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aldursforsetinn í hópi evrópskra álfta fannst dauður skammt frá Hriflu í gamla Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu í vor, en hræ álftarinnar kom í ljós er snjóa leysti.

Hún var rúmlega 30 ára gömul og ekki var eldri álft að finna á lista yfir evrópsk aldursmet, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Sverrir Thorstensen merkti álftina sem unga við Engivatn á Fljótsheiði í byrjun september 1986. Fuglinn fékk einkennisstafina BXN A1495 og í maí í fyrra var Sverrir enn á ferðinni og las á merki álftarinnar við Arndísarstaði í Bárðardal. Það var síðan í síðustu viku að Sigtryggur Vagnsson, bóndi á Hriflu, fann álftina dauða skammt frá bænum. 10

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert