Enn vantar réttarmeinafræðing

Grænlenskt sakavottorð ákærða var lagt fram.
Grænlenskt sakavottorð ákærða var lagt fram. mbl.is/Ófeigur

Önnur fyrirtaka í máli ákæruvaldsins gegn Thom­asi Møller Ol­sen, sem ákærður er fyr­ir að hafa orðið Birnu Brjáns­dótt­ur að bana, fór fram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag.

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari lagði fram viðbótargreinargerð vegna notkunar á símum og jafnframt afrit af grænlensku sakavottorði ákærða, sem eftir á að þýða yfir á íslensku.

Þá var dómkvaddur bæklunarlæknir, Ragnar Jónsson, til að meta Thomas og hvort hann hafi verið fær um að fremja verknaðinn. Læknirinn fær nú gögn málsins til að fara yfir og svara tveimur spurningum sem fyrir hann hafa verið lagðar.

Enn hefur ekki fengist réttarmeinafræðingur til að taka málið að sér, en búið er að óska eftir aðstoð sænsks réttarmeinafræðings sem eftir á að gefa svar. Til stendur að dómkveðja hann í næstu viku, eða einhvern annan sem fæst til verksins. Hlutverk réttarmeinafræðings í málinu er að svara fimm spurningum er liggja fyrir.

Hinn ákærði var ekki viðstaddur fyrirtökuna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert