Fátækt stelur draumum barna

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert

„Fá­tækt er blett­ur á ríku sam­fé­lagi eins og Íslandi,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG, í umræðum um fá­tækt á Alþingi í dag. Hún skoraði á Þor­stein Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, að leggja fram sína sýn á þessi mál.

„Það skipt­ir máli í sam­fé­lagi þar sem við eig­um all­an þenn­an auð að við sem hér störf­um tryggj­um að all­ir búi við jöfn tæki­færi. Ég hlýt að draga þá álykt­un að kerfið ýti und­ir mis­skipt­ingu. Skatt­kerfið hef­ur létt á þeim rík­ustu en þyngt á þeim fá­tæk­ari,“ sagði Katrín.

Hún benti á að 9,1% barna á land­inu liðu skort. Stór hluti byggi við óör­uggt hús­næði, gæti ekki stundað tóm­stund­ir eða haldið upp á af­mæli. „Fá­tækt stel­ur draum­um barna.“

Katrín spurði hvernig ætti að huga að kjör­um ör­yrkja og aldraðra. Hún benti á að stór­ir hóp­ar þeirra fá minna en 300 þúsund krón­ur í laun en það verða lág­marks­laun frá og með næsta ári. „Hver króna skipt­ir máli. Hér eru hóp­ar sem eiga ekki fyr­ir mat þegar líður á mánuðinn.“

Hvert fá­tækt barn er einu of mikið

Þor­steinn sagði að við gæt­um öll sam­mælst um að fá­tækt, sama hversu lít­il hún mæld­ist, væri of mik­il í okk­ar sam­fé­lagi. „Við stönd­um vel á alla mæli­kv­arða,“ sagði Þor­steinn og benti til að mynda á að kaup­mátt­ur þeirra verst settu hefði auk­ist.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra. mbl.is/​Eggert

Hann sagði stjórn­völd vera að byggja upp fé­lags­legt kerfi en stefnt væri á að byrja á 300-600 íbúðum á ári. 

Í alþjóðleg­um sam­an­b­urði stönd­um við vel þegar kem­ur að mæli­kvörðum fá­tækt­ar og jöfnuðar. Við höf­um búið við mikið hag­sæld­ar­skeið og jöfnuður hef­ur auk­ist hér og er einn sá mesti í ríkj­um OECD. Þeim sem búa við sára­fá­tækt hef­ur fækkað en hvert það barn sem býr við sára­fá­tækt er einu barni of mikið,“ sagði Þor­steinn.

Sér­stakt að ræða fá­tækt núna

„Það er sér­stakt að vera að ræða fá­tækt þegar all­ir mæli­kv­arðar benda til þess að við stönd­um okk­ur einna best,“ sagði Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hann sagði umræðu eins og þessa koma upp á um það bil tíu ára fresti.

Brynjar Níelsson.
Brynj­ar Ní­els­son. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Umræðan verður til í kring­um stofn­un enn eins Sósí­al­ista­flokks­ins,“ sagði Brynj­ar og þá heyrðust þing­menn úr sal kalla að orð hans sýndu virðing­ar­leysi gagn­vart umræðunni. „Þetta virk­ar á mann eins og tæki­færi til að koma sér á fram­færi. Þessi trú sem maður finn­ur hér í saln­um, leyfið mér að halda ræðuna, voðal­ega eruð þið viðkvæm,“ bætti Brynj­ar við.

Hann sagði að þegar gengi vel, þá væri sagt að ein­hverj­ir væru að taka frá öðrum. „Það breyt­ir því ekki að það er alltaf ákveðinn hóp­ur sem þarf að hugsa um og gæta að og verður svo­lítið á milli skips og bryggju. Tök­um umræðu um hvað get­um við gert fyr­ir þá en ekki að ein­hverj­ir séu vond­ir sem séu að taka frá okk­ur.

Katrín Jak­obs­dótt­ir máls­hefj­andi þakkaði þing­mönn­um fyr­ir ágæta umræðu. „Nema þeim sem leit á hana sem brellu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert