Stefna á háskólasjúkrahús á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Við stefn­um að því að á næstu árum verði Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri að há­skóla­sjúkra­húsi,“ seg­ir Sig­urður Ein­ar Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri, en með nýj­um samn­ingi við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri á að efla rann­sókn­ir í heil­brigðis­vís­ind­um og bæta aðstöðu há­skóla­nema við sjúkra­húsið.

„Samn­ing­ur­inn við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ger­ir starfs­mönn­um okk­ar kleift að bera aka­demísk­ar nafn­bæt­ur og hvet­ur þá til frek­ari vís­indastarfa.“

Sig­urður seg­ir að sjúkra­húsið sinni nú þegar kennslu bæði lækna- og hjúkr­un­ar­fræðinema og sinni vís­inda­leg­um rann­sókn­um. Með nýj­um samn­ingi sé hins veg­ar verið að leggja enn frek­ari áherslu á þessa þætti í þeirri viðleitni að sjúkra­húsið fái nafn­bót­ina há­skóla­sjúkra­hús.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert