Andvígur nýjum innviðagjöldum

Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur innheimtu nýrra gjalda til að fjármagna borgarlínuna.
Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur innheimtu nýrra gjalda til að fjármagna borgarlínuna.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn sé andvígur innheimtu nýrra gjalda til að fjármagna borgarlínuna. Hins vegar sé rétt að efla almenningssamgöngur.

Hann segir áform um að fjármagna borgarlínuna með gjöldum vera einn eitt dæmið um aukna skattheimtu meirihlutans, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður segir sveitarfélögum heimilt að leggja á innviðagjald í frjálsum samningum við lóðarhafa. Sveitarfélög geti ekki lagt á slík gjöld einhliða. Spurð út í hugmyndir um að láta hluta innviðagjalds á vissum stöðum renna til uppbyggingar borgarlínu segir Kristbjörg að slík gjaldtaka þurfi líklega að eiga sér lagastoð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert