„Ég kom honum á óvart“

Vilhjálmur á fundinum í dag.
Vilhjálmur á fundinum í dag. mbl.is/Golli

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur Ólafs Ólafssonar með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd nú síðdegis hafi verið nákvæmlega eins og hann hafi búist við. Ekkert nýtt hafi komið fram í máli Ólafs á fundinum.

„Það kom ekkert nýtt fram annað en það að hann afneitaði öllum sköpuðum hlutum. Bar fyrir sig minnisleysi eða sneri hlutum á hvolf,“ segir Vilhjálmur í samtali við mbl.is eftir að fundi lauk.

Ólaf­ur Ólafs­son hugðist kynna nýj­ar upp­lýs­ing­ar varðandi aðkomu þýska bank­ans Hauck og Auf­hauser á kaup­um í 45,8 pró­senta eign­ar­hluta rík­is­ins í Búnaðarbanka Íslands árið 2003. Ólaf­ur var stjórn­ar­formaður Eglu, stærsta ein­staka aðila í kaup­um S-hóps­ins svo­kallaða á tæp­um helm­ings­hlut í bank­an­um. En rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is komst að þeirri niður­stöðu að stjórn­völd, fjöl­miðlar og al­menn­ing­ur hefðu verið blekkt í aðdrag­anda og kjöl­far söl­unn­ar.

Vilhjálmur segist ekki hafa fengið nein svör við spurningum sínum en hafi komið Ólafi á óvart. „Ég kom honum á óvart með fréttatilkynningum frá því í janúar 2003 en hann sneri þeim algjörlega á hvolf,“ en í fréttatilkynningunni kom fram að það væri ánægjulegt að þýski bankinn væri hluti af sölu Búnaðarbanka. „Hann sagði að önnur fréttatilkynningin væri frá ríkinu en hún var frá kaupendunum.“

Ólafur og Vilhjálmur tókust í hendur að loknum fundi en slæmt minni Ólafs kom Vilhjálmi á óvart. „Það kom mér að hann skildi ekki muna eftir því að við hefðum hist áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert