Jafnlaunafrumvarpið í forgangi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur áherslu á að ljúka afgreiðslu frumvarpsins um jafnlaunavottun sem fyrst, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns nefndarinnar.

„Þetta er í forgangi hjá nefndinni og við gerum okkar besta,“ sagði Áslaug Arna. Nefndin tók á móti gestum vegna umsagna um málið í gær og á morgun er von á einum gesti til viðbótar og fulltrúum ráðuneytisins.

„Eftir það þarf nefndin að ræða hvort hún vill gera einhverjar breytingar á frumvarpinu. Það er mikilvægt að vinna þetta vel,“ sagði Áslaug Arna. Hún sagði að ýmsar góðar athugasemdir við frumvarpið hefðu komið fram. En telur hún að hægt verði að afgreiða það í vor? „Já, ég gæti alveg trúað því en við þurfum að leggjast betur yfir athugasemdir sem komið hafa fram,“ sagði Áslaug Arna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert