Jafnlaunafrumvarpið í forgangi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is legg­ur áherslu á að ljúka af­greiðslu frum­varps­ins um jafn­launa­vott­un sem fyrst, að sögn Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns nefnd­ar­inn­ar.

„Þetta er í for­gangi hjá nefnd­inni og við ger­um okk­ar besta,“ sagði Áslaug Arna. Nefnd­in tók á móti gest­um vegna um­sagna um málið í gær og á morg­un er von á ein­um gesti til viðbót­ar og full­trú­um ráðuneyt­is­ins.

„Eft­ir það þarf nefnd­in að ræða hvort hún vill gera ein­hverj­ar breyt­ing­ar á frum­varp­inu. Það er mik­il­vægt að vinna þetta vel,“ sagði Áslaug Arna. Hún sagði að ýms­ar góðar at­huga­semd­ir við frum­varpið hefðu komið fram. En tel­ur hún að hægt verði að af­greiða það í vor? „Já, ég gæti al­veg trúað því en við þurf­um að leggj­ast bet­ur yfir at­huga­semd­ir sem komið hafa fram,“ sagði Áslaug Arna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert