Meginhluti steinefnanna frá Noregi

Malbikunarflokkur að vinna á höfuðborgarsvæðinu. Öflug tæki þarf svo eitthvað …
Malbikunarflokkur að vinna á höfuðborgarsvæðinu. Öflug tæki þarf svo eitthvað gangi. mbl.is/Rósa Braga

Meg­in­hluti þess steinefn­is sem notað er í mal­bik hér á landi er flutt­ur inn frá Nor­egi. Það gera mal­bik­un­ar­stöðvarn­ar til að full­nægja kröf­um Vega­gerðar­inn­ar, bæj­ar­fé­laga og annarra verk­kaupa um styrk­leika mal­biks­ins.

„Þótt við búum á kletta­eyju úr grjóti er basaltið ekki nógu gam­alt. Það er ekki nógu slit­sterkt til að ráða við nagla­dekk­in. Norska granítið er nokk­urra millj­óna ára gam­alt og mun end­ing­ar­betra,“ er haft eft­ir Sigþóri Sig­urðssyni fram­kvæmda­stjóra mal­bik­un­ar­stöðvar­inn­ar Hlaðbær-Colas í grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Hans fyr­ir­tæki flyt­ur inn frá Nor­egi í ár meira en hundrað þúsund tonn af steinefni. Það er notað í mal­bik á vegi, göt­ur og flug­braut­ir. Mal­bik með steinefn­um úr ís­lensk­um nám­um er aðallega notað þegar verið er að mal­bika bíla­stæði og göngu­stíga og í und­ir­lag mal­biks. Notað er meira en tvö­falt meira af inn­flutt­um steinefn­um en inn­lend­um hjá Hlaðbæ-Colas.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka