Meginhluti steinefnanna frá Noregi

Malbikunarflokkur að vinna á höfuðborgarsvæðinu. Öflug tæki þarf svo eitthvað …
Malbikunarflokkur að vinna á höfuðborgarsvæðinu. Öflug tæki þarf svo eitthvað gangi. mbl.is/Rósa Braga

Meginhluti þess steinefnis sem notað er í malbik hér á landi er fluttur inn frá Noregi. Það gera malbikunarstöðvarnar til að fullnægja kröfum Vegagerðarinnar, bæjarfélaga og annarra verkkaupa um styrkleika malbiksins.

„Þótt við búum á klettaeyju úr grjóti er basaltið ekki nógu gamalt. Það er ekki nógu slitsterkt til að ráða við nagladekkin. Norska granítið er nokkurra milljóna ára gamalt og mun endingarbetra,“ er haft eftir Sigþóri Sigurðssyni framkvæmdastjóra malbikunarstöðvarinnar Hlaðbær-Colas í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hans fyrirtæki flytur inn frá Noregi í ár meira en hundrað þúsund tonn af steinefni. Það er notað í malbik á vegi, götur og flugbrautir. Malbik með steinefnum úr íslenskum námum er aðallega notað þegar verið er að malbika bílastæði og göngustíga og í undirlag malbiks. Notað er meira en tvöfalt meira af innfluttum steinefnum en innlendum hjá Hlaðbæ-Colas.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert