Ólafur fékk 4 milljarða í sinn hlut

Ólafur Ólafsson á fundinum.
Ólafur Ólafsson á fundinum. mbl.is/Golli

Ólafur Ólafsson staðfestir að hann hafi notið fjárhagslegs ávinnings af hlut í Eglu eftir að samningar voru gerðir. „Já ég naut fjárhagsleg ávinnings af þessum viðskiptum en ég tek fram að það tapaðist allt saman.“  Þá staðfestir Ólafur að 4 milljarðar af söluandvirði hafi farið inn á hans reikning.

Ólaf­ur var stjórn­ar­formaður Eglu, stærsta ein­staka aðila í kaup­um S-hóps­ins svo­kallaða á tæp­um helm­ings­hlut í Búnaðarbankanum.

Hann á erfitt með að segja til um hve mikið þýski bankinn, Hauck & Auf­häuser,  hagnaðist á kaupunum, en bankinn var skráður helmingseigandi í Eglu. Þýski bankinn átti hins vegar sinn hlut í skamman tíma og það rennir stoðum undir það að um málamyndagjörning hafi verið að ræða, að mati nenfdarinnar. Það liggur hins vegar fyrir að þýski bankinn hafi hagnast um 1 milljón evra í viðskiptunum.

Í niðurstöðu skýrslu rannsókarnefndarinnar kemur framn að ítarleg hafi gögn sýnt fram á það með óyggj­andi hætti að Hauck & Auf­häuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupt­hing Bank Lux­em­bourg og hóp­ur manna sem vann fyr­ir og í þágu Ólafs Ólafs­son­ar fjár­fest­is notuðu leyni­lega samn­inga til að fela raun­veru­legt eign­ar­hald þess hlut­ar sem Hauck & Auf­häuser átti í orði kveðnu.

Raun­veru­leg­ur eig­andi hlut­ar­ins var af­l­ands­fé­lagið Well­ing & Partners, skráð á Tor­tóla á Bresku Jóm­frúa­eyj­um. Með fjölda leyni­legra samn­inga og milli­færsl­um á fjár­mun­um, meðal ann­ars frá Kaupþingi hf. inn á banka­reikn­ing Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser var þýska bank­an­um tryggt skaðleysi af viðskipt­un­um með hluti í Búnaðarbank­an­um.

Hluta­bréf­in, sem þýski bank­inn keypti að nafn­inu til, voru síðar seld með millj­arða króna hagnaði sem varð eft­ir á banka­reikn­ingi af­l­ands­fé­lags­ins Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser. Hagnaður­inn var greidd­ur út snemma árs 2006. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar fékk af­l­ands­fé­lagið Mar­ine Choice Lim­ited, sem var í eigu Ólafs Ólafs­son­ar, rúm­lega helm­ing hagnaðar­ins. Tæp­ur helm­ing­ur fór hins veg­ar til fé­lags­ins Dek­hill Advisors Ltd. en litar sem eng­ar upp­lýs­ing­ar fund­ust um eign­ar­hald þess fé­lags.

Aðspurður segist Ólafur ekki kannast við félagið Wellington & Partners og fullyrðir að hafa aldrei átt hlut í því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert