Rafmagnslaust er nú á stórum hluta Austurlands, en í tilkynningu á vef Landsnets segir að víðtæk truflun sé nú í flutningskerfi Landsnets á Austurlandi.
Lesandi sem hafði samband við mbl.is segir rafmagnsleysið að minnsta kosti ná yfir Egilsstaði, Eskifjörð og Seyðisfjörð.
Í fréttatilkynningu á vef Landsnets segir að rafmagnslaust sé frá Kirkjubæjaklaustri, Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum, Austfjörðum og nágrenni. Unnið sé að því að greina bilunina og koma rafmagni á aftur.