„Það er verið að skoða málið“

Húsnæði íþróttafræðideildar Háskóla Ísland á Laugarvatni.
Húsnæði íþróttafræðideildar Háskóla Ísland á Laugarvatni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það er verið að skoða málið og unnið að því að finna lausn á þessu,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, um rekstur íþróttamannavirkja Háskóla Íslands á Laugarvatni en 1. júní mun háskólinn hætta rekstri íþróttahúsanna þegar nám í íþróttafræðum flyst alfarið til Reykjavíkur.    

Fyrsti fundur milli sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og ríkisins, það er að segja menntamála- og fjármálaráðuneytis, var á föstudaginn í síðustu viku. Næsti fundur verður næsta föstudag, 19. maí.   

Valtýr er vongóður um að það finnist lausn á málinu því afnot af íþróttahúsinu og sundlauginni eru mikilvæg fyrir íbúa sveitarfélagsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert