Færri slys við Gullfoss og Geysi

Flest slysin hafa orðið í nágrenni Strokks.
Flest slysin hafa orðið í nágrenni Strokks. mbl.is/Ómar Óskarsson

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur tekið saman upplýsingar um komur sjúkrabíla á Gullfoss og Geysissvæðið vegna hálkuslysa eða annarra slysa.

Þrátt fyrir ört vaxandi umferð ferðamanna virðist sem tekist hafi að bæta öryggi ferðamanna. Slysum hefur fækkað í öfugu hlutfalli við fjölgun gesta, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Síðastliðinn vetur, 2016-2017, urðu alls sjö slys. Veturinn 20152016 urðu 18 slys.Veturinn 20142015 urðu 10 slys. Slysin skiptast þannig að síðustu þrjá vetur urðu 23 slys á Geysissvæðinu en 12 slys á sama tíma við Gullfoss, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert