Framkvæmdastjóri Fluglestarinnar – þróunarfélags, Runólfur Ágústsson, segir farið að skýrast hvaða leið henti best fyrir fluglest á höfuðborgarsvæðinu.
Nú sé einkum horft til leiðar 1, sem bjóði upp á tengingar við Vífilsstaði, Smáralind og Kringluna.
Runólfur á nú í viðræðum við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um að tengja fyrirhugaða fluglest við áformaða borgarlínu. Það komi til greina að hafa fleiri en eina millistöð fyrir fluglestina. Má því álykta að horft sé til þess að tengja fluglestina við fyrirhugaðar biðstöðvar borgarlínu við Smáralind og Kringlu.