„Nú er búið að stytta nám til stúdentsprófs í þrjú ár og það gæti hafa veikt samkeppnisstöðu iðnnámsins,“ segir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins.
Hún mætti á fund hjá Landssambandi bakarameistara þar sem hún viðraði nokkur atriði sem hún telur að þurfi að skoða varðandi iðnnám. Til stendur að eiga fundi með öllum meistarafélögum iðngreina á næstu dögum, þar sem hvert samband um sig getur verið með sérþarfir vegna eðlis iðnarinnar.
„Iðnnám hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár, of fáir sækja um nám í iðngreinum,“ segir Ingibjörg jafnframt, afar brýnt sé að fleiri fari í iðnnám.