Eigendur veiðiréttar við Andakílsá í Borgarfirði óttast að Orka náttúrunnar hafi valdið stórkostlegu tjóni á laxveiðiánni og tala um umhverfisslys í því efni.
Þegar hleypt var úr miðlunarlóni Andakílsárvirkjunar kom svo mikill aur niður í ána að hann fyllti hylji og viðkvæm uppeldissvæði laxaseiða.
Standa leirhryggir upp úr ánni þar sem áður voru veiðistaðir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í máli og myndum í Morgunblaðinu í dag.