Skoða aukagjöld á bíla

Borgarlínan er jafnvel talin kosta á annað hundrað milljarða.
Borgarlínan er jafnvel talin kosta á annað hundrað milljarða.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu horfa til skattheimtu sem fjármögnunarleiðar fyrir borgarlínuna. Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur, kynnti í vikunni undirbúningsvinnu sveitarfélaganna vegna þessa verkefnis.

Þar ræddi hann meðal annars um hækkun eldsneytisskatta, vegtolla og gjaldtöku af bílastæðum sem leiðir til að fjármagna verkefnið. Þá nefndi hann sértæka skatta á uppbyggingu fasteigna nærri nýjum samgöngukerfum. Sú leið tengist svonefndum innviðagjöldum.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sat kynningu Þorsteins. Hann segir málið verða skoðað af alvöru. Þá minnir hann á að getið sé um samstarf ríkis við sveitarfélög um borgarlínuna. Rætt sé um að verkefnið kosti 50-150 milljarða, að því er fram kemur í umfjöllun um skattlagningaráform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert