Margt mætti gera betur

Reykjavíkurþing fer fram um helgina.
Reykjavíkurþing fer fram um helgina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hol­ótt­ar göt­ur, illa hirt rusl, skort­ur á gæði mat­ar í leik­skól­um og hækk­andi álög­ur íbúa Reykja­vík­ur­borg­ar voru um­fjöll­un­ar­efni Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráðherra þegar hann ávarpaði Reykja­vík­urþing Sjálf­stæðis­flokks­ins sem sett var í Val­höll í gær.

Á þriðja hundrað manns sækja þingið sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sjálf­stæðis­flokkn­um, en þing­störf­um verður haldið áfram í dag.

„Reykja­vík er borg sem hef­ur upp á ótalmargt að bjóða. En við finn­um fyr­ir því að borg­in hef­ur ekki verið að sýna sín­ar bestu hliðar,“ sagði Bjarni en bætti við að vissu­lega hefði borg­in notið góðs af upp­gangi í efna­hags­líf­inu al­mennt á Íslandi og gam­an væri að vera í miðborg­inni þar sem ný veit­inga­hús og nýj­ar versl­an­ir spryttu upp og allt iðaði af mann­lífi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert