Margt mætti gera betur

Reykjavíkurþing fer fram um helgina.
Reykjavíkurþing fer fram um helgina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Holóttar götur, illa hirt rusl, skortur á gæði matar í leikskólum og hækkandi álögur íbúa Reykjavíkurborgar voru umfjöllunarefni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra þegar hann ávarpaði Reykjavíkurþing Sjálfstæðisflokksins sem sett var í Valhöll í gær.

Á þriðja hundrað manns sækja þingið samkvæmt upplýsingum frá Sjálfstæðisflokknum, en þingstörfum verður haldið áfram í dag.

„Reykjavík er borg sem hefur upp á ótalmargt að bjóða. En við finnum fyrir því að borgin hefur ekki verið að sýna sínar bestu hliðar,“ sagði Bjarni en bætti við að vissulega hefði borgin notið góðs af uppgangi í efnahagslífinu almennt á Íslandi og gaman væri að vera í miðborginni þar sem ný veitingahús og nýjar verslanir spryttu upp og allt iðaði af mannlífi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert