Breyta skilgreiningunni á nauðgun

Liggja þarf fyrir samþykki í stað þess að horfa á …
Liggja þarf fyrir samþykki í stað þess að horfa á verknaðarlýsingu nauðgunarákvæðisins mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur mælt fyrir frumvarpi til breytinga á almennum hegningarlögum.

Með frumvarpinu er lagt til að breyta skilgreiningunni á nauðgun á þann veg að samþykki verði haft í forgrunni skilgreiningarinnar. Þannig verði horfið frá megináherslu á verknaðaraðferð við nauðgun, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þess í stað verði aukin áhersla lögð á kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt einstaklings með því að skilgreina nauðgun út frá því hvort samþykki hafi verið fyrir hendi eða ekki. Lagt er til að gerð verði krafa um að samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum hafi legið fyrir þannig að samræði og önnur kynferðismök án samþykkis manns muni varða refsingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert