Brotist var inn í þjónustumiðstöðina á Þingvöllum í nótt og þaðan stolið þremur sjóðsvélum. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu miklir peningar voru í peningakössunum en talið er að um 30 þúsund krónur hafi verið í hverjum þeirra, alls um 90 þúsund krónur.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt um innbrotið um tvöleytið í nótt. Málið er í rannsókn lögreglu og er þjófanna leitað.
Í gærkvöldi þurfti breskur ferðamaður á aðstoð lögreglu og sjúkraliðs að halda eftir að hafa lærbrotnað skammt frá Seljalandsfossi.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hálfsjö í morgun vegna elds í Hljómskálagarði en þar hafði einhver kveikt í ruslatunnu.