Forsætisráðherra órólegur og roðnar

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sagði að hröð meðferð áfeng­is­frum­varps­ins úr alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd væri ein­göngu til að berja stjórn­ar­liðana sam­an. Hann og Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra lentu í snörp­um orðaskipt­um á Alþingi í dag.

Stein­grím­ur sagði að þing­nefnd­ir eigi að rann­saka mál og reyna að ná sam­stöðu um mál ef mögu­legt er. Mál séu síðan af­greidd út með mis­mun­andi nefndarálit­um ef samstaða næst ekki og þá ekki fyrr en nefnd­ar­menn séu sam­mála um að mál séu full­unn­in og full­rann­sökuð.

Verið að reyna að safna sauðunum sam­an

„Hvor­ugt var til staðar í þessu til­viki. Það seg­ir allt sem segja þarf í máli af þessu tagi sem búið er að senda fleiri en einni þing­nefnd til um­sagn­ar og beðið um álit að rífa það svo út fyr­ir­vara­laust með þess­um hætti og án þess að gera hinum nefnd­un­um aðvart um að það lægi á að fá álit. Ekk­ert af þessu var gert. Þetta er al­gjör­lega forkast­an­legt,“ sagði Stein­grím­ur.

Hann sagði breyt­ing­arn­ar ein­göngu til þess að reyna að berja stjórn­ar­liðið sam­an, sem var með málið í upp­lausn. „Það er verið að reyna að safna sauðunum sam­an í einn dilk með þess­um breyt­ing­um,“ sagði Stein­grím­ur en þá greip for­sæt­is­ráðherra fram í og sagði málið ekki stjórn­ar­mál.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Hver er æst­ur?“

Stein­grím­ur sagði að for­sæt­is­ráðherra yrði óró­leg­ur þegar þetta mál væri rætt. „Það er æv­in­lega þannig að þegar þetta mál ber á góma þá verður for­sæt­is­ráðherra óró­leg­ur, fer að grípa fram í og roðnar í fram­an. Þetta er því­líkt hug­sjóna­mál,“ sagði Stein­grím­ur.

„Hver er æst­ur?“ heyrðist Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra kalla þegar Stein­grím­ur gekk úr ræðustól.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert