Fimmtán taldir hæfastir

Húsnæði Landsréttar í Kópavogi.
Húsnæði Landsréttar í Kópavogi. mbl.is/Hjörtur

Dóm­nefnd um um­sækj­end­ur um embætti 15 dóm­ara við Lands­rétt hef­ur skilað dóms­málaráðherra um­sögn sinni. Hef­ur dóm­nefnd­in lýst fimmtán dóm­ara hæf­asta af þeim 34 um­sækj­end­um sem sóttu um embætt­in og héldu um­sókn­um sín­um til streitu. Þeir eru:

Aðal­steinn E. Jónas­son, Ástráður Har­alds­son, Davíð Þór Björg­vins­son, Ei­rík­ur Jóns­son, Hervör Þor­valds­dótt­ir, Ing­veld­ur Ein­ars­dótt­ir, Jó­hann­es Rún­ar Jó­hanns­son, Jó­hann­es Sig­urðsson, Jón Hösk­ulds­son, Krist­björg Stephen­sen, Odd­ný Mjöll Arn­ar­dótt­ir, Ragn­heiður Harðardótt­ir, Sig­urður Tóm­as Magnús­son, Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son og Þor­geir Ingi Njáls­son.

Embætt­in voru aug­lýst laus til um­sókn­ar 10. fe­brú­ar með um­sókn­ar­fresti til 28. fe­brú­ar. Alls sóttu 37 um embætt­in en þrír drógu um­sókn­ir sín­ar til baka. Dóm­nefnd­ina skipa Gunn­laug­ur Claessen, Guðrún Björk Bjarna­dótt­ir, Hall­dór Hall­dórs­son, Ingi­björg Pálma­dótt­ir og Valtýr Sig­urðsson.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert