Ódýrara í Costco en hann bjóst við

Viðskiptavinir Costco voru glaðir þegar verslunin opnaði í morgun.
Viðskiptavinir Costco voru glaðir þegar verslunin opnaði í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er mjög ánægju­legt að sá verðlagið hér í Costco. Mat­var­an er ódýr­ari en ég reiknaði með,“ seg­ir Ólaf­ur Arn­ar­son, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna, en hann var í vett­vangs­ferð í versl­un­inni þegar blaðmaður náði tali af hon­um. „Það er mjög já­kvætt fyr­ir neyt­end­ur að fá þessa sam­keppni inn á markaðinn.“

Ólaf­ur reikn­ar með því að til­koma Costco muni hafa þau áhrif að aðrar mat­vöru­versl­an­ir lækki verð á sín­um vör­um, enda hljóti að vera svig­rúm til þess. „Það er aug­ljóst á verðinu hérna í Costco að það er víða pott­ur brot­inn hjá öðrum mat­vöru­versl­un­um.“

Ólafur er ánægður með verðlagið í Costco.
Ólaf­ur er ánægður með verðlagið í Costco. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert