Ódýrara í Costco en hann bjóst við

Viðskiptavinir Costco voru glaðir þegar verslunin opnaði í morgun.
Viðskiptavinir Costco voru glaðir þegar verslunin opnaði í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er mjög ánægjulegt að sá verðlagið hér í Costco. Matvaran er ódýrari en ég reiknaði með,“ segir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, en hann var í vettvangsferð í versluninni þegar blaðmaður náði tali af honum. „Það er mjög jákvætt fyrir neytendur að fá þessa samkeppni inn á markaðinn.“

Ólafur reiknar með því að tilkoma Costco muni hafa þau áhrif að aðrar matvöruverslanir lækki verð á sínum vörum, enda hljóti að vera svigrúm til þess. „Það er augljóst á verðinu hérna í Costco að það er víða pottur brotinn hjá öðrum matvöruverslunum.“

Ólafur er ánægður með verðlagið í Costco.
Ólafur er ánægður með verðlagið í Costco. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert