Verðið á eldsneyti Costco kom N1 á óvart

Forstjóri N1 segir ekki hægt að reka bensínstöðvar á Costco-verði
Forstjóri N1 segir ekki hægt að reka bensínstöðvar á Costco-verði mbl.is/Kristinn Magnússon

Bensínverðið hjá Costco er talsvert lægra en stjórnendur N1 bjuggust við. Í samtali við Morgunblaðið segir forstjóri N1 ótímabært að spá fyrir um hver áhrif Costco á eldsneytismarkað verði, en segir það víst að ekki sé hægt að reka bensínstöð á Costco-verði.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, telur áhrifin af komu Costco óveruleg þó að erfitt sé að segja nákvæmlega eins og stendur hversu mikil þau verði. Tekur hann sem dæmi að rúmlega 300 milljónir lítra af eldsneyti séu seldar á bifreiðar ár hvert og selur stærsta einstaka bensínstöðin um það bil tíu milljónir lítra árlega, en að meðaltali selur hver stöð milljón lítra árlega.

„Ef Costco verður stærst, þá selur hún tíu milljónir lítra af 300. Það breytir ekki miklu varðandi markaðshlutdeild,“ segir Eggert Þór. Verslun Costco verður opnuð í dag en skrúfað var frá eldsneytisdælum fyrirtækisins á sunnudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert