Íslendingar eiga næstfeitustu börn í Evrópu

Miðað við nýjar tölur frá OECD þurfa íslensk börn að …
Miðað við nýjar tölur frá OECD þurfa íslensk börn að minnka neyslu óholls matar til muna ef staðan á eitthvað að batna. mbl.is/Golli

„Þau börn sem lifa óheilbrigðu lífi eru í aukinni hættu á að fá sykursýki, háþrýsting, krabbamein og fleiri sjúkdóma,“ segir Anna Ragna Magnúsdóttir, löggiltur næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum.

Um 18% íslenskra ungmenna á aldrinum 15 ára eru í eða við yfirþyngd og offitu, þetta kemur fram í nýjum tölum frá OECD.

Ísland er þar næstefst meðal Evrópuþjóða, en einungis Grikkir eru ofar, efst tróna Bandaríkin og Kanada fylgir síðan fast á hæla þeirra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert