„Það hallar verulega á konur“

Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höf­um ekki tekið form­lega af­stöðu til til­lög­unn­ar,“ seg­ir Þor­steinn Víg­lunds­son fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra í sam­tali við mbl.is. Dóm­nefnd um um­sækj­end­ur um embætti 15 dóm­ara við Lands­rétt hef­ur skilað dóms­málaráðherra um­sögn sinni en nefnd­in mæl­ir með tíu körl­um og fimm kon­um.

Embætt­in voru aug­lýst laus til um­sókn­ar 10. fe­brú­ar með um­sókn­ar­fresti til 28. fe­brú­ar. Alls sóttu 37 um embætt­in en þrír drógu um­sókn­ir sín­ar til baka. Dóm­nefnd­ina skipa Gunn­laug­ur Claessen, Guðrún Björk Bjarna­dótt­ir, Hall­dór Hall­dórs­son, Ingi­björg Pálma­dótt­ir og Valtýr Sig­urðsson. Miðað er við að gengið verði frá skip­un dóm­ar­anna í embætti ekki síðar en 1. júní.

Þor­steinn seg­ir að hæfn­is­nefnd sé falið að leggja mat á hæfni hvers um­sækj­anda fyr­ir sig en einnig eigi að hafa jafn­rétt­is­sjón­ar­mið til hliðsjón­ar. „Það sést í þessu til­viki að það hall­ar veru­lega á kon­ur og maður hefði viljað sjá ákveðnar aðgerðir til að reyna að bæta úr þess­um mikla kynja­halla sem er inn­an dóm­ara­stétt­ar­inn­ar.“

Ráðherra seg­ir það gefa auga leið að hann hefði viljað sjá hlut­föll­in jafn­ari. „Við þurf­um bara að leggj­ast vel yfir hvað ligg­ur að baki.“

Dóm­ar­ar við dóm­stóla eigi að mati Þor­steins að end­ur­spegla sam­fé­lagið sem við búum í. „Hvernig tryggj­um við það í þess­um hæfn­is­skil­grein­ing­um sem lagðar eru til grund­vall­ar við val á dómur­um, héraðsdóm, lands­rétti eða hæsta­rétt, að við náum betra kynja­jafn­rétti held­ur en raun ber vitni í dag og að dóm­stól­ar end­ur­spegli sam­fé­lagið? Ég tel að það sé mik­il­vægt mál.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert