Opnar safn með gömlum Íslandskortum

Gamalt Íslandskort í eigu Reynis sem verður á nýja safninu.
Gamalt Íslandskort í eigu Reynis sem verður á nýja safninu.

Reyn­ir Grét­ars­son á 80% í Cred­it­in­fo Group. Hann seldi 10% hlut í fyrra til Compus­an, stærsta sjálf­stætt starf­andi láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tæki Afr­íku, og ætl­ar að selja önn­ur 10% síðar á þessu ári.

Hvað ger­irðu við pen­ing­ana sem þú færð út úr söl­unni? Stefn­irðu að því að verða fjár­fest­ir að at­vinnu? „Ég hef aldrei tekið neitt út úr fyr­ir­tæk­inu. Hluti af því sem fékkst við söl­una í fyrra fór í að greiða upp lán, og svo lánaði ég fyr­ir­tæk­inu fjár­muni til baka, keypti mér eitt ein­býl­is­hús, og þar með var pen­ing­ur­inn nán­ast bú­inn,“ seg­ir Reyn­ir.

Hann von­ar að hann verði aldrei kallaður fjár­fest­ir eða auðmaður. „Það er eitt sem ég geri og hef ánægju af. Ég safna göml­um Íslands­kort­um og hyggst opna safn með þeim síðar á ár­inu. Þetta eru 2-300 kort sem ég hef safnað í gegn­um tíðina, og þarna á meðal eru merki­leg­ustu kort­in sem Ísland er á, fyrstu kort­in frá ár­inu 1482, sem eru mjög fá­gæt,“ seg­ir Reyn­ir, en leit stend­ur nú yfir að heppi­legu hús­næði í miðbæ Reykja­vík­ur und­ir safnið.

Reynir Grétarsson.
Reyn­ir Grét­ars­son. mbl.is/​Eggert

„Hug­mynd­in er að opna safn fyr­ir al­menn­ing, þar sem hægt er að skoða þessa sögu, aðallega sögu Íslands á kort­um en líka al­mennt um korta­gerð. Ég tel að þetta gæti líka verið upp­lagt fyr­ir ferðamenn.“

Auk þessa að opna safnið seg­ist Reyn­ir vera með bók í smíðum um prentuð kort af Íslandi, frá 1482-1850. Safnið er tug­millj­óna króna virði og aðspurður seg­ir Reyn­ir dýr­asta kortið um 15 millj­óna króna virði. „Ég lít ekki á þetta sem út­gjöld. Það er ekki verra að geyma pen­inga í göml­um hlut­um, bók­um, kort­um og öðru, en á hluta­bréfa­markaði,“ seg­ir Reyn­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka