Dúxaði í MR með 9,87 í einkunn

Guðrún Sólveig Sigríðardóttir var dúx en hún hlaut ein­kunn­ina 9,87.
Guðrún Sólveig Sigríðardóttir var dúx en hún hlaut ein­kunn­ina 9,87. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mennta­skól­inn í Reykja­vík út­skrifaði stúd­enta frá skól­an­um í dag og fór at­höfn­in fram í Há­skóla­bíói. Að þessu sinni voru 202 stúd­ent­ar brautskráðir, 10 úr forn­mála­deild­um, 24 úr ný­mála­deild­um, 46 úr eðlis­fræðideild og 122 úr nátt­úru­fræðideild­um. Fleiri stúlkur en piltar útskrifuðust eða 123 stúlk­ur og 79 pilt­ar.

Guðrún Sólveig Sigríðardóttir var dúx en hún hlaut ein­kunn­ina 9,87. Einkunn Guðrúnar er fjórða hæsta einkunn sem nokkurn tímann hefur verið gefin á stúdentsprófi í MR. Guðrún lauk námi af náttúrufræðibraut.

Semidúx skólans var Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir, af málabraut, en hún var með ágætiseinkunn 9,83. Fjöl­marg­ir aðrir hlutu verðlaun fyr­ir framúrsk­ar­andi náms­ár­ang­ur. 

Yngvi Pétursson, fráfarandi rektor skólans, hrósaði nemendum fyrir öflugt félagslíf og góðan árangur í margvíslegum keppnum. Hann hrósaði einnig glæsilegum námsárangri árgangsins. Einnig vék Yngvi að styttingu framhaldsskólanna. Að lokum tilkynnti Yngvi að þetta yrðu hans síðustu skólaslit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert