Eru stjórnarliðar hræddir?

Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar gagn­rýndu fjar­vist­ir ráðherra í umræðum um fund­ar­stjórn for­seta á Alþingi í dag. Umræður um fjár­mála­áætl­un 2018-2020 fara fram og þing­mönn­um þóttu fjar­vist­ir ráðherra baga­leg­ar.

„Ég geri al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við fjar­veru ráðherra í umræðunni um rík­is­fjár­mála­áætl­un,“ sagði Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. „Ég geri sérstakar at­huga­semd­ir við fjar­veru mennta­málaráðherra og heil­brigðisráðherra, en mik­il gagn­rýni hef­ur verið á þá mála­flokka sem þeir bera ábyrgð á,“ bætti Elsa við.

Hún sagði að hún vissi að heil­brigðisráðherra væri ekki í þing­inu þessa viku en hon­um sem öðrum ætti að vera kunn­ugt um að þessa viku yrði rík­is­fjár­mála­áætl­un til umræðu. „Það er því afar vont að ráðherr­ar mæti ekki og reyni að taka til greina þær at­huga­semd­ir sem þing­menn leggja til í umræðunni um rík­is­fjár­mála­áætl­un.“

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG.
Svandís Svavars­dótt­ir, þingmaður VG. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Get­um tæp­ast lokið umræðunni

Svandís Svavars­dótt­ir, þingmaður VG, var á sama máli og Elsa Lára. Hún sagði umræðu um heil­brigðismál í upp­námi og óá­sætt­an­legt að heil­brigðisráðherra sé fjar­ver­andi umræðu í heila viku. 

Er ekki rétt mat hjá mér að við get­um tæp­ast lokið umræðu um rík­is­fjár­mála­áætl­un á meðan heil­brigðisráðherra er hér ekki til að taka þátt í umræðunni?“ spurði Svandís.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG. mbl.is/​Krist­inn

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG, velti því fyr­ir sér hvort þing­menn og ráðherr­ar stjórn­ar­meiri­hlut­ans væru hrædd­ir. „Þeir virðast skirr­ast við að taka þátt í umræðum um sitt stærsta mál. Kannski vegna þess að það er svo bullandi ósætti inn­an­húss um sjálfa áætl­un­ina að það af­hjúp­ast í hvert sinn sem hér stíg­ur í pontu þingmaður frá meiri­hlut­an­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert