Fluglestin óvissu háð

Hugmynd að lestarstöð fluglestarinnar.

Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Fluglestarinnar – þróunarfélags, skrifar í nýrri bók, Reykjavík á tímamótum, að uppbygging alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni geti breytt forsendum fluglestarinnar. Um alþjóðaflugvöll gegni öðru máli en innanlandsflugvöll fyrir Ísland.

„Væri hins vegar tekin sú ákvörðun að leggja til framtíðar Keflavíkurflugvöll af og að nýr flugvöllur í Hvassahrauni tæki við hlutverki hans sem millilandagátt inn í landið, myndu forsendur lestar eðlilega breytast, enda myndi hraðlest frá flugvelli svo stutt frá borgarmörkum ekki borga sig,“ skrifar Runólfur.

Aðspurður í Morgunblaðinu í dag bendir hann á að ferðatími í Hvassahraun án hraðlestar sé tvöfalt lengri en ferðatími til Keflavíkur með hraðlest.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert