Innviðagjaldið ólögmætt?

Nýta á gjöldin í borgarlínuna.
Nýta á gjöldin í borgarlínuna.

Sam­tök iðnaðar­ins hafa fengið álit lög­manna þar sem færð eru rök fyr­ir því að gjald­taka Reykja­vík­ur­borg­ar í formi innviðagjalds sé ólög­mæt.

Er þar horft til þess að innviðagjald sé hvorki skatt­ur né þjón­ustu­gjald í skiln­ingi laga. Gjaldið sé inn­heimt sem end­ur­gjald fyr­ir þjón­ustu á sviði skipu­lags­mála, en þau telj­ist til lög­bund­inna verk­efna Reykja­vík­ur­borg­ar, sam­kvæmt skipu­lagslög­um nr. 123/​2010.

Þá liggi fyr­ir að gjald­inu sé ráðstafað að stór­um hluta til verk­efna sem telj­ast til lög­bund­inna verk­efna sveit­ar­fé­lags­ins, t.d. fjár­mögn­un­ar skóla­bygg­inga, og verk­efna sem þegar eru fjár­mögnuð með gatna­gerðar­gjaldi til að kosta gerð nýrra gatna o.fl. Í þess­um skiln­ingi sé gjaldið nýtt sem al­mennt tekju­öfl­un­ar­tæki Reykja­vík­ur­borg­ar til viðbót­ar við þá tekju­stofna sem borg­inni standa nú þegar til boða á grund­velli laga. Er því kom­ist að þeirri niður­stöðu að óheim­ilt sé að standa í slíkri tekju­öfl­un á einka­rétt­ar­leg­um grunni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert