Mímir mótmælir nafninu

Flugfélag Íslands breytir um nafn og heitir nú Air Iceland …
Flugfélag Íslands breytir um nafn og heitir nú Air Iceland Connect. mbl.is/Árni Sæberg

Nemendafélagið Mímir, félag stúdenta í íslenskum fræðum og málvísindum við Háskóla Íslands, mótmælir og harmar þá ákvörðun Flugfélags Íslands að breyta heiti félagsins í Air Iceland Connect. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið hefur sent til Flugfélags´Íslands.

„Telur Mímir að hér sé um að ræða dæmi um ákvörðun sem sé liður í aðför viðskiptalífsins að stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu. Fram hefur komið í fjölmiðlum að viðskiptamenn flugfélagsins séu að stórum meirihluta Íslendingar og því vandséð hvaða tilgangi nafnabreytingin eigi að þjóna. Íslensk tunga stendur höllum fæti og mun ekki standast til framtíðar nema samstaða sé um það í samfélaginu að standa vörð um tunguna og stöðu hennar,“ segir enn fremur í bréfi Mímis.

Fyrir hönd stjórnar Mímis:

Oddur Snorrason

Formaður                                              

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert