Hentar ekki fyrir flugvöll

Frá Hvassahrauni.
Frá Hvassahrauni. mbl.is/Árni Sæberg

Ólaf­ur Þór Ólafs­son, formaður Svæðis­skipu­lags Suður­nesja, seg­ir hugs­an­leg­an flug­völl í Hvassa­hrauni myndu verða á helsta vatns­vernd­ar­svæði Suður­nesja­manna. Því sé ekki víst að leyfi verði veitt fyr­ir flug­velli.

„Til­finn­ing okk­ar hér suður frá er sú að eitt og annað muni koma upp í slíkri skoðun og að erfitt sé að vera með flug­völl á vatns­vernd­ar­svæði.

Allt neyslu­vatn á Suður­nesj­um renn­ur þarna und­ir og við hér suður frá hljót­um að fara vand­lega yfir það hvaða mann­virki geta risið á slíku svæði,“ seg­ir Ólaf­ur Þór í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag, en hann er for­seti bæj­ar­stjórn­ar í Sand­gerði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert