Ólafur Þór Ólafsson, formaður Svæðisskipulags Suðurnesja, segir hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni myndu verða á helsta vatnsverndarsvæði Suðurnesjamanna. Því sé ekki víst að leyfi verði veitt fyrir flugvelli.
„Tilfinning okkar hér suður frá er sú að eitt og annað muni koma upp í slíkri skoðun og að erfitt sé að vera með flugvöll á vatnsverndarsvæði.
Allt neysluvatn á Suðurnesjum rennur þarna undir og við hér suður frá hljótum að fara vandlega yfir það hvaða mannvirki geta risið á slíku svæði,“ segir Ólafur Þór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, en hann er forseti bæjarstjórnar í Sandgerði.