„Fólk er sífellt stoppandi og takandi af stað og það er þegar ökutæki gefa frá sér mest af mengandi efnum,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, um mengun á framkvæmdasvæðinu við Miklubraut.
Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg og segir að hefði vilji verið fyrir hendi hefði verið mjög einfalt að halda umferð í eðlilegu horfi. „Mér finnst þetta vera hálfgerð leti og uppgjöf af hálfu Reykjavíkurborgar,“ segir Runólfur í Morgunblaðinu í dag.
Hann segir mjög brýnt að tímaáætlun Reykjavíkurborgar vegna framkvæmdanna standist. „Við höfum nú ekki góða reynslu af tímaáætlunum borgarinnar en það er mjög mikilvægt að hún standi í þetta sinn,“ segir Runólfur.