Fólksbifreið var ekið út af Leiruveginum við Akureyri í morgun og lenti hálfur á kaf í sjónum norðan flugvallarins. Ökumaðurinn komst út úr bílnum, gekk í land og varð ekki meint af. Ástæða óhappsins er sú að ökumaðurinn sofnaði undir stýri.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er bíllinn mikið skemmdur en hann var dreginn upp úr sjónum með dráttarbíl. Ökumaðurinn var færður á sjúkrahús til skoðunar en varð ekki meint af volkinu.