Ráðherra leggur til aðra en nefndin

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert

Sig­ríður Á. And­er­sen, dóms­málaráðherra, hef­ur af­hent for­seta Alþing­is til­lögu sína að skip­un í embætti fimmtán dóm­ara við Lands­rétt. Eru til­lög­ur henn­ar ekki þær sömu og til­lög­ur dóm­nefnd­ar um um­sækj­end­ur, sem skilaði ráðherra um­sögn sinni fyrr í mánuðinum. Legg­ur ráðherra til skip­un átta karla og sjö kvenna en dóm­nefnd­in hafði lagt til skip­un fimm kvenna og tíu karla.

Þeir fimmtán sem ráðherr­ann legg­ur til að skipaðir verði dóm­ar­ar við Lands­rétt eru: 

Aðal­steinn E. Jónas­son, Arn­fríður Ein­ars­dótt­ir, Ásmund­ur Helga­son, Davíð Þór Björg­vins­son, Hervör Þor­valds­dótt­ir, Ing­veld­ur Ein­ars­dótt­ir, Jó­hann­es Sig­urðsson, Jón Finn­björns­son, Krist­björg Stephen­sen, Odd­ný Mjöll Arn­ar­dótt­ir, Ragn­heiður Braga­dótt­ir, Ragn­heiður Harðardótt­ir, Sig­urður Tóm­as Magnús­son, Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son og Þor­geir Ingi Njáls­son.

Seg­ir ráðherra að fleiri um­sækj­end­ur hafi komið til greina held­ur en til­tekn­ir hafi verið í álykt­ar­orðum dóm­nefnd­ar. Þannig hafi þeir fimmtán um­sækj­end­ur sem nefnd­in til­tók all­ir komið til greina sem og aðrir sem búa yfir ára­langri dóm­ar­areynslu, alls 24 um­sækj­end­ur.

Þeir fimmtán sem dóm­nefnd­in lagði til voru: Aðal­steinn E. Jón­as­son, Ástráður Har­alds­son, Davíð Þór Björg­vins­son, Ei­rík­ur Jóns­son, Hervör Þor­valds­dótt­ir, Ing­veld­ur Ein­ars­dótt­ir, Jó­hann­es Rún­ar Jó­hanns­son, Jó­hann­es Sig­urðsson, Jón Hösk­ulds­son, Krist­björg Stephen­sen, Odd­ný Mjöll Arn­ar­dótt­ir, Ragn­heiður Harðardótt­ir, Sig­urður Tóm­as Magnús­son, Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son og Þor­geir Ingi Njáls­son.

Veit­ing embætta án for­dæma

Í rök­stuðningi sem ráðherra sendi for­senda Alþing­is í fylgiskjali kem­ur fram að sú veit­ing embætta sem ligg­ur fyr­ir sé án for­dæma. Aug­ljós­lega sé ein­stakt að skipa þurfi fimmtán dóm­ara í senn við stofn­un nýs dóm­stóls. „Um­sækj­end­ur hafa fjöl­breytt­an bak­grunn. Að mati dóms­málaráðherra er það já­kvætt og gef­ur til­efni til þess að huga sér­stak­lega að yf­ir­bragði hins nýja dóm­stóls með til­liti til þeirr­ar þekk­ing­ar og reynslu sem þar verður.“

Þá seg­ir Sig­ríður að í um­sögn dóm­nefnd­ar sé reynsla af dóm­ara­störf­um lögð að jöfnu við reynslu af lög­manns­störf­um og reynslu af störf­um í stjórn­sýsl­unni. Ef lögð er sam­an reynsla af fræðistörf­um og kennslu ásamt mennt­un þá veg­ur það jafn þungt og þrír fyrr­greindu þætt­irn­ir. „Þrír matsþætt­ir, sem sér­stak­lega er vikið að í regl­um nr. 620/​2010, eru hins veg­ar látn­ir liggja milli hluta með því að gera ekki upp á milli um­sækj­enda hvað þá þætti varðar. Um er að ræða matsþætti er lúta að stjórn þing­halda, samn­ingu og rit­un dóma og al­menna starfs­hæfni. Með því að gera ekki til­raun til þess að leggja tvo fyrr­nefndu þætt­ina til grund­vall­ar heild­armati verður ekki annað ráðið en að reynsla dóm­ara fái ekki það vægi sem til­efni er til og gert er ráð fyr­ir í regl­um nr. 620/​2010. Þá verður ekki fram hjá því litið, og sem m.a. kom fram í and­mæl­um tveggja um­sækj­anda, að mögu­leik­um dóm­ara til að afla sér reynslu með auka­störf­um eru veru­leg­ar skorður reist­ar með lög­um.“

Útil­okað annað en að hug­læg­ir þætt­ir komi einnig til skoðunar

Í rök­stuðningn­um seg­ir Sig­ríður einnig að mat á hæfni um­sækj­enda um starf sé alltaf vanda­samt. „Fyr­ir utan hlut­læga þætti sem meta þarf er úti­lokað annað en að hug­læg­ir þætt­ir komi einnig til skoðunar. Í til­viki þegar skipa á dóm­ara kunna ólík sjón­ar­mið að eiga við um skip­un dóm­ara við Hæsta­rétt, Lands­rétt eða héraðsdóm. Þau sjón­ar­mið kunna líka að vera breyti­leg frá ein­um tíma til ann­ars.“

„Eina ófrá­víkj­an­lega kraf­an sem hlýt­ur að vera gerð er að til embætt­is­ins velj­ist hæf­ir ein­stak­ling­ar og að þeir búi yfir kost­um sem renni raun­veru­leg­um stoðum und­ir hið mik­il­væga starf sem fram inn­an rétt­ar­ins í sam­starfi við aðra sem þar starfa. Mat á þessu verður aldrei vél­rænt og aldrei þannig að hægt sé að skilja á milli feigs og ófeigs með ein­kunn upp á til að mynda 0,025 á kvarðanum 1-10. Það er ljóst af gögn­um máls­ins, og að því gefnu að fyr­ir­liggj­andi matsþætt­ir verði tald­ir eðli­leg­ir og ein­kunn­ir um­sækj­enda eðli­leg­ar, að vægi hvers matsþátt­ar hef­ur úr­slita­áhrif á það hvernig um­sækj­end­ur raðast. Ekk­ert í regl­um nr. 620/​2010 um störf nefnd­ar­inn­ar kall­ar á slík vinnu­brögð.“

Þá seg­ir Sig­ríður niður­stöðu sína byggða á gögn­um máls­ins, þ.m.t. um­sókn­um, um­sögn dóm­nefnd­ar, and­mæl­um um­sækj­enda og vinnu­gögn­um nefnd­ar­inn­ar, sem ráðherra kallaði sér­stak­lega eft­ir. Sú niðurstaða sé að fleiri um­sækj­end­ur hafi komið til greina held­ur en til­tekn­ir hafi verið í álykt­ar­orðum dóm­nefnd­ar. Þannig hafi þeir fimmtán um­sækj­end­ur sem nefnd­in til­tók all­ir komið til greina sem og aðrir sem búa yfir ára­langri dóm­ar­areynslu, alls 24 um­sækj­end­ur.

Embætt­in voru aug­lýst laus til um­sókn­ar 10. fe­brú­ar með um­sókn­ar­fresti til 28. fe­brú­ar. Alls sóttu 37 um embætt­in en þrír drógu um­sókn­ir sín­ar til baka. Dóm­nefnd­ina skipa Gunn­laug­ur Claessen, Guðrún Björk Bjarna­dótt­ir, Hall­dór Hall­dórs­son, Ingi­björg Pálma­dótt­ir og Valtýr Sig­urðsson.

Í viðhengi má sjá fylgiskjalið í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert