Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður talin hæfust

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vís­ar því á bug að hún …
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vís­ar því á bug að hún hafi brotið lög með því að fara ekki að fullu eft­ir til­lögu dóm­nefnd­ar um skip­un dóm­ara í Lands­rétt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Finn­björns­son, sem Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­málaráðherra vill sjá í embætti dóm­ara Lands­rétt­ar, var í 30. sæti að mati hæfis­nefnd­ar­inn­ar. Frá þessu er sagt á vef Kjarn­ans, sem hef­ur lista nefnd­ar­inn­ar und­ir hönd­um.

Þau Davíð Þór Björg­vins­son, Sig­urður Tóm­as Magn­ús­son og Ragn­heiður Harð­ar­dótt­ir eru sögð hafa verið met­in hæf­ust að mati nefnd­ar­inn­ar. Er Davíð Þór sagður hafa verið með ein­kunn­ina 7,35, Sig­urður Tóm­as með 6,775 og Ragn­heiður með 6,65. 

Ástráður Har­alds­son, sem sendi þing­for­seta í gær opið bréf þar sem hann sagði breyt­ing­ar ráðherra ekki í sam­ræmi við lög, var í 14. sæti á lista nefnd­ar­inn­ar. Ei­rík­ur Jóns­son, sem er núm­er 7 á lista hæf­is­nefnd­ar­inn­ar, er held­ur ekki á meðal þeirra 15 sem ráð­herra ger­ir til­lögu um í stöðu dóm­ara. 

Sig­ríður vís­aði því á bug, í sam­tali við mbl.is í dag, að hún hafi brotið lög með því að fara ekki að fullu eft­ir til­lögu dóm­nefnd­ar um skip­un dóm­ara í Lands­rétt.

Fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is þar sem fjallað var um dóm­ara­skip­an­ina lauk í kvöld án nið­ur­stöðu, en nefnd­in ger­ir ráð fyr­ir að ljúka um­fjöll­un sinni um málið á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert