Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður talin hæfust

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vís­ar því á bug að hún …
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vís­ar því á bug að hún hafi brotið lög með því að fara ekki að fullu eft­ir til­lögu dóm­nefnd­ar um skip­un dóm­ara í Lands­rétt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Finnbjörnsson, sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vill sjá í embætti dómara Landsréttar, var í 30. sæti að mati hæfisnefndarinnar. Frá þessu er sagt á vef Kjarnans, sem hefur lista nefndarinnar undir höndum.

Þau Davíð Þór Björg­vins­son, Sig­urður Tómas Magn­ús­son og Ragn­heiður Harð­ar­dótt­ir eru sögð hafa verið metin hæfust að mati nefndarinnar. Er Davíð Þór sagður hafa verið með ein­kunn­ina 7,35, Sig­urður Tómas með 6,775 og Ragn­heiður með 6,65. 

Ástráður Haraldsson, sem sendi þingforseta í gær opið bréf þar sem hann sagði breytingar ráðherra ekki í samræmi við lög, var í 14. sæti á lista nefndarinnar. Eiríkur Jóns­son, sem er númer 7 á lista hæf­is­nefnd­ar­inn­ar, er heldur ekki á meðal þeirra 15 sem ráð­herra gerir til­lögu um í stöðu dóm­ara. 

Sig­ríður vís­aði því á bug, í samtali við mbl.is í dag, að hún hafi brotið lög með því að fara ekki að fullu eft­ir til­lögu dóm­nefnd­ar um skip­un dóm­ara í Lands­rétt.

Fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis þar sem fjallað var um dómaraskipanina lauk í kvöld án nið­ur­stöðu, en nefndin gerir ráð fyrir að ljúka umfjöllun sinni um málið á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert