Nefndin tekur ákvörðun á morgun

Farið hefur verið yfir tillögur dómsmálaráðherra um skipan dómara í …
Farið hefur verið yfir tillögur dómsmálaráðherra um skipan dómara í Landsrétt. Eggert Jóhannesson

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd lauk sín­um þriðja fundi í dag nú fyr­ir skömmu, en nefnd­in hef­ur fjallað um skip­an dóm­ara í Lands­rétt og til­lög­ur Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­málaráðherra, en þær eru aðrar en dóm­nefnd­ar. Fund­in­um lauk án ákv­arðana­töku.

„Við erum búin að eiga þrjá fína fundi í dag og fá fólk í heim­sókn. Fá um­sagn­ir frá fólk og ræða við fólk um málið fram og til baka,“ seg­ir Njáll Trausti Friðberts­son, sem er formaður nefnd­ar­inn­ar í fjar­veru Brynj­ars Ní­els­son­ar. Dóms­málaráðherra var meðal þeirra sem komu á fund nefnd­ar­inn­ar í dag.

„Við ætl­um að hitt­ast aft­ur í fyrra­málið og halda áfram en eft­ir það fer vænt­an­lega að stytt­ast í ákv­arðana­tök­una. Við vor­um að fara í gegn­um gögn og skoða hvernig við sjá­um fram­haldið fyr­ir okk­ur. Það má reikna með því að niðurstaða fá­ist í málið á morg­un, enda erum við að klára þingið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert