Nýtt jafnréttisráð skipað

Tinna Traustadóttir, Þorsteinn Víglundsson og Magnús Geir Þórðarson.
Tinna Traustadóttir, Þorsteinn Víglundsson og Magnús Geir Þórðarson. Mynd/Félags- og jafnréttisráðuneytið

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað nýtt jafnréttisráð samkvæmt lögum og er skipunartíminn til næstu alþingiskosninga. Formaður Jafnréttisráðs er Magnús Geir Þórðarson og varaformaður Tinna Traustadóttir.

Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal félags- og jafnréttismálaráðherra skipa ellefu manna jafnréttisráð og skal það starfa í nánum tengslum við Jafnréttisstofu og vera ráðherra og framkvæmdastjóra jafnréttisráðs til ráðgjafar við stefnumótun í málum sem tengjast jafnrétti kynjanna. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þá skal jafnréttisráð undirbúa jafnréttisþing í samráði við ráðherra og leggja fyrir það skýrslu um störf sín. Jafnréttisþing skal boða innan árs frá alþingiskosningum og aftur að tveimur árum liðnum.

Í jafnréttisráði sitja nú sjö konur og fjórir karlmenn og eru varamenn jafnframt sjö konur og fjórir karlmenn. Ráðherra átti fund með Magnúsi Geir og Tinnu í kjölfar skipunar ráðsins þar sem þau ræddu um verkefnin framundan. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu gerði ráðherra að umtalsefni hvað mikilvægi Jafnréttisráðs eykst stöðugt og ræddi um að aukin áhersla á jafnréttismál í velferðarráðuneytinu kalli á mikla virkni ráðsins á næstu misserum.

Jafnréttisráð er svo skipað:

Aðalmenn

  • Magnús Geir Þórðarson, skipaður án tilnefningar, formaður
  • Maríanna Traustadóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
  • Þórunn Sveinbjarnardóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
  • Pétur Reimarsson, tiln. af fjármálaráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
  • Einar Mar Þórðarson, tiln. af fjármálaráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
  • Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, tiln. af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum
  • Kristín I. Pálsdóttir, tiln. af Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum
  • Hróðmar Dofri Hermannsson, tiln. af Félagi um foreldrajafnrétti
  • Anna Guðrún Björnsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Guðrún Þórðardóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
  • Tatjana Latinovic, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands

 Varamenn

  • Tinna Traustadóttir, án tilnefningar, varaformaður
  • Jóhann R. Sigurðsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
  • Hlöðver Sigurðsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
  • Kristín Þóra Harðardóttir, tiln. af fjármálaráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
  • Halldóra Friðjónsdóttir, tiln. af fjármálaráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
  • Sigþrúður Guðmundsdóttir, tiln. af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum
  • Kristinn Schram, tiln. af Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum
  • Guðný S. Bjarnadóttir, tiln. af Félagi um foreldrajafnrétti
  • Bjarni Ómar Haraldsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
  • Una Hildardóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert