Tillaga ráðherra fer úr nefndinni í klofningi

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/ Eggert Jóhannesson

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur tekið til­lögu Sig­ríðar Á And­er­sen dóms­málaráðherra varðandi skip­an dóm­ara í Lands­rétt út úr nefnd­inni.

„ Við erum búin að taka þetta út úr nefnd­inni þannig að þetta fer bara fyr­ir þingið í kvöld,“ seg­ir Njáll Trausti Friðberts­son, formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is í fjar­veru Brynj­ars Ní­els­son­ar.

„Niðurstaða er að meiri­hlut­inn samþykk­ir til­lögu dóms­málaráðherra um henn­ar breyt­ingu, að þess­ir 11 sem dóm­nefnd­in valdi haldi sér og svo bæt­ist við fjór­ir sem voru sam­kvæmt til­lögu henn­ar.“

Minni­hluti nefnd­ar­inn­ar er ekki sátt­ur við þessa af­greiðslu og seg­ir Njáll Trausti vissu­lega ekki æski­legt að málið fari út úr nefnd­inni í klofn­ingi. Hann viti þó ekki hvort minni­hlut­inn muni skila inn sam­eig­in­legu áliti um málið.

„Auðvitað hefðum við gjarn­an vilja hafa sam­eig­in­legt áliti frá nefnd­inni um þetta mál, en það náðist ekki í þetta skipti,“ seg­ir Njáll Trausti og kveðst gera ráð fyr­ir að málið fari fyr­ir þingið „í kvöld eða nótt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert