Rannsóknardeild bíður eftir grænu ljósi

Bátasmiðjan brann til kaldra kola í nótt.
Bátasmiðjan brann til kaldra kola í nótt. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Slökkviliðið á Akureyri er enn að slökkva í glæðum í húsnæði bátasmiðjunnar Seigs við Goðanes. Rannsóknardeild lögreglunnar mun mæta á vettvang um leið og slökkviliðið telur það óhætt. 

Þetta segir Sigurður Sigurðsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Hann segir að svæðinu í kringum húsnæðið verði haldið lokuðu á meðan slökkviliðið er enn að störfum. „Lokunin verður minnkuð þegar þeir segja að það sé öruggt,“ segir hann.

Slökkvistarfið stóð yfir í alla nótt en mikinn og svartan reyk lagði yfir bæinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert