Skapar nýjum dómstóli ekki traust

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Lög­manna­fé­lags Íslands tel­ur að til­laga dóms­málaráðherra um skip­un dóm­ara í Lands­rétti  sé ekki til þess fall­in að skapa nýj­um dóm­stóli traust.

Þetta kem­ur fram í af­stöðu fé­lags­ins til rök­stuðnings ráðherra á skip­un dóm­ara, að ósk stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is.

Fé­lagið hafði frest til klukk­an 14 í dag til að skila af sér sinni af­stöðu í mál­inu. Vitnað er í minn­is­blað ráðherra, dag­sett í gær, þar sem ráðherra seg­ist „bund­inn af því að velja þá sem hæf­ast­ir eru til að gegna embætti lands­rétt­ar­dóm­ara". Einnig seg­ir ráðherra að um­sækj­end­urn­ir fjór­ir sem hann lagði til að færu á list­ann yfir dóm­ar­ana fimmtán séu „að auki hæf­ast­ir til að gegna embætti dóm­ara við Lands­rétt".

Fé­lagið seg­ir að sam­kvæmt þessu sé ekki um það deilt að ráðherra telji sér skylt að velja hæf­ustu um­sækj­end­urna. Vís­ar það í fram­hald­inu í dóm Hæsta­rétt­ar 14. apríl 2011, máli nr. 412/​2010, þar sem sjá má hvaða kröf­ur þarf að gera til ráðherra víki hann frá mati dóm­nefnd­ar um hverj­ir séu hæf­ast­ir um­sækj­enda.

Í af­stöðu fé­lags­ins kem­ur fram að það sé „al­gjör­lega óút­skýrt“ af hálfu ráðherra hvað veld­ur því að til­tekn­ir dóm­ar­ar, sem voru sam­kvæmt mati dóm­nefnd­ar tald­ir hæf­ari en aðrir dóm­ar­ar, standi þeim skyndi­lega að baki.

Það helg­ist vænt­an­lega af því að slíkt sé ekki hægt að út­skýra svo hald sé í.

Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands.
Ingimar Inga­son, fram­kvæmda­stjóri Lög­manna­fé­lags Íslands.

„Enn síður, hvernig fram­an­greind „breyta“ verður þess vald­andi að um­sækj­andi, sem var í 30. sæti sam­kvæmt mati dóm­nefnd­ar, standi skyndi­lega um­sækj­anda í 7. sæti fram­ar, svo dæmi sé tekið.

Virðist sam­kvæmt fram­an­sögðu held­ur vand­séð, svo ekki sé fast­ar að orði kveðið, að embætt­is­færsla ráðherra full­nægi þeim kröf­um sem leiða má meðal ann­ars af dóma­fram­kvæmd Hæsta­rétt­ar og al­menn­um regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar, enda erfitt að sjá að niðurstaðan sé í sam­ræmi við þá stjórn­sýslu sem ráðherra kveðst þó sjálf­ur leggja til grund­vall­ar,“ seg­ir í bréfi fé­lags­ins.

„Stjórn Lög­manna­fé­lags Íslands tel­ur þessa embætt­is­færslu síst til þess fallna að skapa nýj­um dóm­stól það traust og vega­nesti sem nauðsyn­legt er í lýðræðisþjóðfé­lagi. Að sama skapi eru það von­brigði að ráðherra, sem var starf­andi lögmaður, geri jafn lítið úr lög­manns­reynslu, sam­an­borið við við reynslu af dóms­störf­um, og raun ber vitni.“

Und­ir bréfið rit­ar Ingimar Inga­son, fram­kvæmda­stjóri Lög­manna­fé­lags Íslands, fyr­ir hönd stjórn­ar­inn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert