Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Öræfum, á Klaustri og frá Höfn voru kallaðar út fyrir stundu vegna alvarlegra veikinda hjá ferðamanni sem staddur var við Svartafoss í Skaftafelli.
Björgunarmenn úr Öræfum voru snöggir á staðinn, bjuggu um manninn og báru hann nokkra vegalengd að vegi þar sem sjúkrabíll tók við honum, að því er Slysavarnafélagið Landsbjörg segir í tilkynningu.