Bjarni styður tillögur Sigríðar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra styður til­lög­ur Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­málaráðherra um skip­an 15 dóm­ara við Lands­rétt. Þetta sagði Bjarni í sam­tali við frétta­mann Rík­is­út­varps­ins.

Bjarni sagði enn frem­ur að Sig­ríður, sem skipti út fjór­um dómur­um af þeim 15 sem dóm­nefnd lagði til, hefði skýrt sitt mál vel. Hann tel­ur að meiri­hluti sé í þing­inu fyr­ir því að styðja til­lögu dóms­málaráðherra, að því er fram kem­ur á vef RÚV.

Þing­menn Pírata, þau Birgitta Jóns­dótt­ir og Smári McCart­hy, segja aft­ur á móti í færslu á Face­book, að Bjarni hafi ekki setið þessa fundi í stjórn­skip­un­ar­nefnd og að hann viti því ekki um hvað hann sé að tala.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert