Bjarni Benediktsson forsætisráðherra styður tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan 15 dómara við Landsrétt. Þetta sagði Bjarni í samtali við fréttamann Ríkisútvarpsins.
Bjarni sagði enn fremur að Sigríður, sem skipti út fjórum dómurum af þeim 15 sem dómnefnd lagði til, hefði skýrt sitt mál vel. Hann telur að meirihluti sé í þinginu fyrir því að styðja tillögu dómsmálaráðherra, að því er fram kemur á vef RÚV.
Þingmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy, segja aftur á móti í færslu á Facebook, að Bjarni hafi ekki setið þessa fundi í stjórnskipunarnefnd og að hann viti því ekki um hvað hann sé að tala.