„Við þurfum „fokking“ tíma“

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert

„Við þurfum „fokking“ tíma til að geta unnið þetta mál,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í umræðu um skipun dómara í Landsrétt.

Skömmu síðar bast hann velvirðingar á orðalagi sínu og sagðist hafa misst blótsyrðið út úr sér.

„En við erum almennir borgarar sem þurfum tíma til að vinna þetta mál,“ sagði hann og var heitt í hamsi. Hann benti á að sérfræðingar hefðu sagt að ráðherra gæti hugsanlega verið að brjóta lög við skipun dómara.

Jón Þór bað um tíma til 1. júlí til að vinna málið betur.

Í morgun fór Jón Þór fram á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki málið og kalli ráðherra fyrir opinn fund þar sem ákvörðun hennar um skipun dómara verði rannsökuð ofan í kjölinn.

Sagði hann jafnframt rökstuðning ráðherra fyrir ákvörðun sinni ekki vera fullnægjandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert