Dýr eru ekkert grín

Dæmi er um að mætt sé með grísi og önnur …
Dæmi er um að mætt sé með grísi og önnur dýr á viðburði til gamans. mbl.is/Árni Sæberg

Matvælastofnun segir að það sé óheimilt að afhenda dýr einstaklingi sem ekki hefur vilja, getu eða aðbúnað til þess að annast það eftir bestu getu. Fólk eigi ekki að gefa dýr í gríni, að því er fram kemur í tilkynningu.

Samkvæmt lögum um velferð dýra er dýraeigendum óheimilt að gefa frá sér dýr til einstaklings sem ekki er undir það búinn. Eiga þeir að sjá til þess að viðtakandi hafi bæði aðstöðu og getu til þess að hugsa um dýrið auk vilja til þess að eignast það. Einnig skal dýraeigandi upplýsa viðtakanda um þau atriði sem skipta máli fyrir velferð þess.

Algengt er að lömb, grísir og önnur dýr séu gefin við ýmis tilefni til gamans. Er það gert með skemmtum manna í huga en dýrin líða þá oft undan óviðunandi meðferð. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur frekar fram að jákvætt sé „að auka nálægð almennings við dýr en það þarf að gera það á réttan hátt og í samræmi við lög“. Leggja þurfi af að gefa dýr í gríni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert