Kanadíska herþotan vakti lukku

Kanadíska herþotan dró gesti að sér.
Kanadíska herþotan dró gesti að sér. mbl.is/Golli

Veðrið var með besta móti á flugsýningu sem haldin var á Reykja­vík­ur­flug­velli í dag í til­efni að 80 ára af­mæli Flug­mála­fé­lags Íslands. Flugsýningaratriðin voru vel á þriðja tug og spönnuðu frá þotum til smæstu flygilda.

Aðalgripurinn var kanadísk F18 herþota sem sýndi flug yfir svæðinu, lenti og var henni síðan komið fyrir á sýn­ing­ar­svæðinu. Þetta er í fyrsta skipti í sögu flug­sýn­inga á Reykja­vík­ur­velli sem F18 þota tek­ur þar virk­an þátt.

Sýningin var gott tækifæri til að rýna í byggingu flugvéla.
Sýningin var gott tækifæri til að rýna í byggingu flugvéla. mbl.is/Golli
Einstaka vélarhlutar voru einnig til sýnis.
Einstaka vélarhlutar voru einnig til sýnis. mbl.is/Golli
Flugvélarnar voru af margs konar stærðum og gerðum.
Flugvélarnar voru af margs konar stærðum og gerðum. mbl.is/Golli
Krökkunum fannst gaman að klifra á skrokkinn.
Krökkunum fannst gaman að klifra á skrokkinn. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert