Veðrið var með besta móti á flugsýningu sem haldin var á Reykjavíkurflugvelli í dag í tilefni að 80 ára afmæli Flugmálafélags Íslands. Flugsýningaratriðin voru vel á þriðja tug og spönnuðu frá þotum til smæstu flygilda.
Aðalgripurinn var kanadísk F18 herþota sem sýndi flug yfir svæðinu, lenti og var henni síðan komið fyrir á sýningarsvæðinu. Þetta er í fyrsta skipti í sögu flugsýninga á Reykjavíkurvelli sem F18 þota tekur þar virkan þátt.