Segir að niðurstaða nefndarinnar hefði ekki verið samþykkt

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert

Ljóst var, eft­ir að niðurstaða hæfn­is­nefnd­ar um skip­an dóm­ara við Lands­rétt lá fyr­ir, að hún myndi ekki hljóta braut­ar­gengi á Alþingi.

Þetta seg­ir Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­málaráðherra í grein í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. Þar seg­ir hún að rök­stuðning­ur henn­ar hefði þar engu breytt, sjálfri hefði henni fund­ist niðurstaða nefnd­ar­inn­ar of ein­streng­ings­leg.

„Þessi reynsla gef­ur til­efni til þess að velta því fyr­ir sér hvort þingið sé í stakk búið til þess að axla þessa ábyrð, hvort það sé yf­ir­leitt sann­gjarnt að ætl­ast til þess af því með til­liti til hlut­verks þess,“ seg­ir Sig­ríður og seg­ist geta full­yrt nú, í ljósi reynslu sinn­ar, að end­ur­skoða þurfi regl­ur og fyr­ir­komu­lag við veit­ingu dóm­ara­embætta.

Grein Sig­ríðar í Sunnu­dags­mogg­an­um fylg­ir hér á eft­ir:

„Alþingi lauk störf­um á fimmtu­dag með at­kvæðagreiðslu um til­lögu þeirr­ar sem þetta skrif­ar um skip­an í embætti dóm­ara við Lands­rétt. At­kvæðagreiðslan var sögu­leg. Aldrei áður hef­ur Alþingi komið að skip­un dóm­ara og aldrei hafa verið skipaðir jafn­marg­ir dóm­ar­ar í einu.

Fyr­ir­komu­lag við skip­an dóm­ara hef­ur verið með ýms­um hætti fram til þessa og mis­mun­andi eft­ir því hvort við á Hæsta­rétt eða héraðsdóm­stól. Dóms­málaráðherra skipaði áður fyrr hæsta­rétt­ar­dóm­ara eft­ir um­sögn Hæsta­rétt­ar en 3 manna dóm­nefnd fjallaði um um­sækj­end­ur héraðsdóma áður en ráðherra tók ákvörðun um skip­un. Árið 2010 var sett á lagg­irn­ar 5 manna dóm­nefnd sem hef­ur síðan fjallað um um­sækj­end­ur um bæði stöður héraðsdóm­ara og hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Um leið var vægi nefnd­ar­inn­ar aukið þannig að ráðherra hef­ur verið bund­inn við niður­stöðu henn­ar. Þó er það ekki for­takslaust því sér­stak­lega er kveðið á um að ráðherra geti vikið frá mati nefnd­ar­inn­ar en þá verður hann bera það und­ir Alþingi. Í grein­ar­gerð með frum­varpi með þess­ari breyt­ingu er sér­stak­lega áréttað að veit­ing­ar­valdið sé hjá ráðherra. Það sé enda eðli­legt að valdið liggi hjá stjórn­valdi sem ber ábyrgð á gerðum sín­um gagn­vart þing­inu. Með lög­um um Lands­rétt var svo kveðið á um að við skip­un dóm­ara í fyrsta sinn yrði ráðherra að bera til­lögu sína upp við Alþingi, hvort sem ráðherra gerði til­lögu um að skipa dóm­ara al­farið í sam­ræmi við niður­stöðu dóm­nefnd­ar eða ekki.

Nú hef­ur þingið í fyrsta sinn fengið tæki­færi til þess að axla þá ábyrgð sem það kallaði eft­ir árið 2010. Ráðherra varð það strax ljóst, eft­ir viðræður við for­ystu­menn flokk­anna, að niðurstaða dóm­nefnd­ar um skip­an dóm­ara við Lands­rétt myndi ekki hljóta braut­ar­gengi á Alþingi. Rök­stuðning­ur ráðherra hefði þar engu breytt. Sjálf­um fannst ráðherra niðurstaða nefnd­ar­inn­ar of ein­streng­ings­leg. Að virt­um öll­um sjón­ar­miðum sem máli skipta gerði ráðherra til­lögu til Alþing­is um til­tekna 15 ein­stak­linga úr hópi þeirra 24 sem hann hafði metið hæf­asta. Virt­ist mik­il og góð sátt um til­lögu ráðherra í upp­hafi. Það breytt­ist hvað stjórn­ar­and­stöðuflokk­ana varðaði. Það kann að vera að von­brigði þeirra sem höfðu verið á lista dóm­nefnd­ar en ráðherra gerði ekki til­lögu um, og þeim tengdra, hafi haft þar áhrif. Þá verður ekki fram hjá því litið að umræða í fjöl­miðlum get­ur ært óstöðugan. Þessi reynsla gef­ur til­efni til þess að velta því fyr­ir sér hvort þingið sé í stakk búið til þess að axla þessa ábyrgð, hvort það sé yf­ir­leitt sann­gjarnt að ætl­ast til þess af því með til­liti til hlut­verks þess. Dóms­málaráðherra get­ur í öllu falli full­yrt, nú í ljósi reynslu sinn­ar, að end­ur­skoða þarf regl­ur og fyr­ir­komu­lag við veit­ingu dóm­ara­embætta.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka