Ástráður stefnir ríkinu

Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður.
Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður. mbl.is/Styrmir Kári

Ástráður Har­alds­son hæsta­rétt­ar­lögmaður hef­ur ákveðið að stefna rík­inu vegna ákvörðunar Sig­ríðar And­er­sen dóms­málaráðherra að skipa hann ekki dóm­ara við Lands­rétt. Hann tel­ur að ráðherra hafi meðal ann­ars brotið gegn regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins og jafn­rétt­is­lög­um við skip­an dóm­ara.

Þetta kem­ur fram í Frétta­blaðinu í dag.

„Sá sem lend­ir í stöðu eins og þess­ari og þarf að tak­ast á við stjórn­völd út af því, ger­ir það ekki að gamni sínu,“ seg­ir Ástráður í blaðinu. En hann tel­ur ráðherra hafa brotið gegn meg­in­regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins og gegn ákvæðum jafn­rétt­islaga.

„Það er ekki reynsl­an al­mennt að menn komi neitt sér­lega vel út úr því. Jafn­vel þó að menn hafi unnið mál­in þá hef­ur svona mála­rekst­ur ekki endi­lega verið þeim til mik­ils vegs­auka. Ég hins veg­ar lít svo á að mér beri skylda til að standa upp og leita rétt­ar míns í þessu máli og það verður bara að hafa það þótt það kunni að hafa ein­hverj­ar nei­kvæðar af­leiðing­ar fyr­ir mig,“ seg­ir Ástráður í sam­tali við blaðið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert