Óska eftir áhættumati á hryðjuverkaógn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir áhættumati á hryðjuverkaógn hér …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir áhættumati á hryðjuverkaógn hér á landi frá greiningadeild ríkislögreglustjóra. mbl.is/Golli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir áhættumati frá greiningadeild ríkislögreglustjóra vegna þeirra hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Hefur fréttastofan eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að lögregla muni óska eftir mati greiningadeildarinnar í tengslum við þær hátíðir sem haldnar verða í höfuðborginni í sumar. „Til þess að við getum betur markað þær öryggisráðstafanir sem við getum gripið til,“ sagði Ásgeir.

Í nokkrum þeirra hryðjuverkaárása sem framin hafa verið í Evrópu á undanförnum misserum hafa stór ökutæki verið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur og margir látið lífið eða örkumlast. Slíkt veki upp spurningar um það hvort hætta sé á slíkum aðgerðum hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert