Alvarleg líkamsárás í Mosfellsdal

Frá aðgerðum sérsveitarinnar í kvöld.
Frá aðgerðum sérsveitarinnar í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sérsveit lögreglunnar var kölluð út vegna alvarlegs atviks við Æsustaðaveg í Mosfellsdal. Töluverður viðbúnaður er á svæðinu og menn hafa verið handteknir.

„Við erum að rannsaka þarna mjög alvarlegt mál, alvarlega líkamsárás. Það hafa verið handteknir menn í tengslum við það,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar í samtali við mbl.is.

Einn var fluttur af vettvangi í sjúkrabíl, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri lögreglunnar á svæðinu, segist ekki geta tjáð sig um málið. Tilkynningar frá lögreglu sé þó að vænta síðar í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá sumarbúðunum í Reykjadal tengjast atburðirnir þeim ekki.

Tæknideild lögreglunnar er að störfum á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert